Fara í efni

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024

Málsnúmer 202312116

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 453. fundur - 11.01.2024

Fyrir byggðarráði liggja drög að breytingum á reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling. Viðmiðunarfjárhæðir hækka um 8% á milli ára í samræmi við vísitölu.

Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á tekjumörkum í 5. gr. reglnanna:

Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 4.122.981.- veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 4.122.981.- til 4.923.015.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 4.923.015. til 6.403.779.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 6.403.779.- veita engan afslátt.

2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 7.844.775.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 7.844.775.- til 8.644.779.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 8.644.779.- til 9.605.084.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 9.605.084.- króna veita engan afslátt.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 141. fundur - 18.01.2024

Á 453. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Fyrir byggðarráði liggja drög að breytingum á reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling. Viðmiðunarfjárhæðir hækka um 8% á milli ára í samræmi við vísitölu.

Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á tekjumörkum í 5. gr. reglnanna:

Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 4.122.981.- veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 4.122.981.- til 4.923.015.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 4.923.015. til 6.403.779.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 6.403.779.- veita engan afslátt.

2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 7.844.775.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 7.844.775.- til 8.644.779.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 8.644.779.- til 9.605.084.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 9.605.084.- króna veita engan afslátt.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.