Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Saltvík Yggdrasill

Málsnúmer 202403075

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 184. fundur - 26.03.2024

Óskað er eftir framkvæmdaleyfis til skógræktar á landspildu úr jörðinni Saltvík með þeirri breyttu afmörkun sem sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 22. febrúar s.l. Við breytta afmörkun landsins er komið til móts við sjónarmið Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndun rjúpnatalningarsvæðis. Fyrir fundi liggur greinargerð umsækjanda og umsögn skógræktarráðgjafa Lands og Skógar um skógrækt innan breyttar afmörkunar landsins. Fyrir liggur einnig skógræktaráætlun sem grunduð er á fyrri afmörkun landsins. Gengið út frá að endurvinna hana eins fljótt og unnt er þegar aðstæður leyfa. Landspildan er 160 ha í heild sinni og horft til þess að planta trjáplöntum í um 120 ha af því. Um 40 ha verða undanskildir skógrækt vegna umferðarleiða, berjasvæða og náttúruminja.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Yggdrasil Carbon ehf verði veitt framkvæmdaleyfi fyrir skógræktinni á grunni fyrirliggjandi gagna. Skipulagsfulltrúa verði falið að hafa eftirlit með að framkvæmdin sé í samræmi við framlögð gögn.

Samþykkt með atkvæðum Soffíu og Eysteins.

Birkir, Ingibjörg og Kristinn sitja hjá.

Sveitarstjórn Norðurþings - 143. fundur - 04.04.2024

Á 184. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Yggdrasil Carbon ehf verði veitt framkvæmdaleyfi fyrir skógræktinni á grunni fyrirliggjandi gagna. Skipulagsfulltrúa verði falið að hafa eftirlit með að framkvæmdin sé í samræmi við framlögð gögn. Samþykkt með atkvæðum Soffíu og Eysteins. Birkir, Ingibjörg og Kristinn sitja hjá.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Eiðs, Hafrúnar, Hjálmars og Soffíu.
Aldey, Áki, Helena og Ingibjörg sitja hjá.