Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir sauðburðaraðstöðu að Reykjavöllum

Málsnúmer 202404063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 186. fundur - 16.04.2024

Hilmar Kári Þráinsson, f.h. Litlu-Reykja ehf óskar byggingarleyfis fyrir sauðburðaraðstöðu á Reykjavöllum. Með erindi fylgja aðalteikningar unnar af Hallgrími Inga Jónssyni hjá Stoð ehf verkfræðistofu. Húsið er stálgrindarskemma klædd PIR stálsamlokueiningum. Húsið yrði 346,9 m² að grunnfleti og 1.854 m3 að rúmmáli. Fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.