Þátttaka í Evrópskri samgönguviku
Málsnúmer 202505046
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 218. fundur - 20.05.2025
Evrópsk Samgönguvika er haldin dagana 16.-22. september ár hvert og hafa borgir, bæir, fyrirtæki og félagasamtök á Íslandi tekið þátt í átakinu frá árinu 2002. Markmið vikunnar er að kynna fyrir íbúum í þéttbýli fjölbreytta samgöngumáta sem eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfið.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að skoða möguleika á þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.