Útikennslusvæðið Holt í Skógargerðisdal
Málsnúmer 202505050
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 218. fundur - 20.05.2025
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Leikskólanum Grænuvöllum vegna útikennslusvæðis í Holti í Skógargerðisdal.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og vekur athygli á því að framkvæmdir eru yfirstandandi. Svæðið er hluti af skrúðgarðinum og verður áfram skilgreint sem útivistarsvæði fyrir almenning.