Niðurrif verksmiðju og mjölhúss á Raufarhöfn
Málsnúmer 202505052
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 218. fundur - 20.05.2025
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði tilboð frá Hringrás um niðurrif verksmiðju- og mjölhúss á Raufarhöfn.
Forsaga þessa máls er talsvert löng en árið 2006 var tekin ákvörðun af eigendum SR-mjöls að hætta alfarið starfsemi Síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn. Norðurþing eignaðist fasteignirnar í upphafi árs 2013. Eftir nær 20 ár hefur ekkert þokast varðandi nýtingu bygginga á SR-reitnum svokallaða á Raufarhöfn.
Byggingarnar eru mjög illa farnar og mikil fokhætta sem stafar af þeim enda þök ryðguð og víða lausar þakplötur. Mikið af ýmiskonar búnaði, tækjum og rusli hefur safnast fyrir, einkum í mjölskemmunni og er ástandið óviðunandi.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hefur fengið tilboð frá Hringrás ehf. um niðurrif bygginganna, sem felur í sér að Hringrás sjái um að fjarlægja þök, brjóta niður veggi og keyra burtu brotajárni. Verkið taki u.þ.b. 2 vikur og verði gert sumarið 2025. Gólfplötur verði ekki fjarlægðar.
Forsaga þessa máls er talsvert löng en árið 2006 var tekin ákvörðun af eigendum SR-mjöls að hætta alfarið starfsemi Síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn. Norðurþing eignaðist fasteignirnar í upphafi árs 2013. Eftir nær 20 ár hefur ekkert þokast varðandi nýtingu bygginga á SR-reitnum svokallaða á Raufarhöfn.
Byggingarnar eru mjög illa farnar og mikil fokhætta sem stafar af þeim enda þök ryðguð og víða lausar þakplötur. Mikið af ýmiskonar búnaði, tækjum og rusli hefur safnast fyrir, einkum í mjölskemmunni og er ástandið óviðunandi.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hefur fengið tilboð frá Hringrás ehf. um niðurrif bygginganna, sem felur í sér að Hringrás sjái um að fjarlægja þök, brjóta niður veggi og keyra burtu brotajárni. Verkið taki u.þ.b. 2 vikur og verði gert sumarið 2025. Gólfplötur verði ekki fjarlægðar.
Ráðið felur jafnframt sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að bjóða Einari E. Sigurðssyni til fundar með vísun í tölvupóst hans dagsettan 18. maí síðastliðinn. Horft er til ákvarðanatöku fyrir miðjan júní næstkomandi.