Ósk um leyfi fyrir staðsetningu á útibekk á Húsavík
Málsnúmer 202506035
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 221. fundur - 01.07.2025
Fermingarsystkini úr árgangi 1961 á Húsavík vilja gefa vegfarendum Húsavíkur bekk til að tylla sér á og njóta líðandi stundar. Jafnframt óskar árgangurinn eftir leyfi til að koma bekknum fyrir við sneiðinginn á milli Höfðavegar 11 og 13.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fermingarsystkinum úr árgangi 1961 á Húsavík fyrir höfðinglega gjöf. Nánari staðsetning á bekknum verði ákvörðuð í samráði við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.