Flóki ehf.og Fiskbúð Húsavíkur ehf.óska eftir tímabundnu leyfi fyrir matarvagni á Húsavík
Málsnúmer 202506054
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 221. fundur - 01.07.2025
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Fiskbúð Húsavíkur ehf og Flóka ehf þar sem sótt er um leyfi fyrir matarvagni á svokölluðum Guðjohnsensreit á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar sviðsstjóra að veita leyfið að því tilskyldu að skriflegu samþykki lóðarhafa verði skilað til sveitarfélagsins.