Fara í efni

Félagsstarf aldraðra

Málsnúmer 202601054

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 234. fundur - 27.01.2026

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar tillaga að útfærslu á lögbundnu félagsstarfi eldri borgara í Kelduhverfi, Öxarfirði og Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir leið nr.1 að félagsstarf fari fram einu sinni í viku á hvorum stað fyrir sig og að auglýst verði eftir starfsmanni til að halda utan um starfið.
Lagt er upp með að félags- og tómstundastarf verði skipulagt á öðrum dögum en starf félags eldri borgara á svæðinu. Félagsmálastjóra er falið að kynna málið fyrir öldungaráði Norðurþings.