Fjölskylduráð
Dagskrá
1.17.júní hátíðarhöld 2026
Málsnúmer 202601016Vakta málsnúmer
Til umræðu eru 17. júní hátíðarhöld í Norðurþingi árið 2026
Fjölskylduráð felur fjölmenningarfulltrúa að skipuleggja 17.júní hátíðarhöld með hefðbundnu sniði.
2.Rekstur málasviðs 006 Æskulýðs- og íþróttamál árið 2026
Málsnúmer 202512064Vakta málsnúmer
Verkefnastjóri á velferðarsviði fer yfir þá vinnu sem unnin hefur verið vegna reksturs á málasviðinu á árinu 2026.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um breytingar á rekstri málasviðsins á árinu 2026.
3.Afreks- og viðurkenningarsjóður 2025
Málsnúmer 202601023Vakta málsnúmer
Til umfjöllunar er fyrirhuguð úthlutun úr Afreks- og viðurkenningarsjóði vegna ársins 2025.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra velferðarsviðs að fullvinna drögin og leggja þau fyrir á næsta fundi ráðsins.
4.Frístundastarf í Öxarfirði
Málsnúmer 202505026Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja fyrir til yfirferðar og kynningar niðurstöður könnunar á meðal foreldra barna í Öxarfjarðarskóla varðandi mögulega nýtingu Sumarfrístundar í Öxarfirði.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra velferðarsviðs að halda áfram vinnu við mögulega starfsemi sumarfrístundar í Öxarfirði.
5.Grunnskóli Raufarhafnar - starfsemi
Málsnúmer 202510082Vakta málsnúmer
Fjöskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grunnskólans á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð felur sviðstjóra velferðarsviðs að kanna viðhorf foreldra barna á Raufarhöfn til skólastarfs fyrir veturinn 2026-2027. Einnig er sviðstjóra falið að afla upplýsinga um fjölda nemenda og aldur þeirra. Ráðið mun halda áfram umfjöllun á næstu fundum ráðsins.
6.Viðmiðunarreglur um skammtímaleyfi í skólum Norðurþings
Málsnúmer 202601062Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun á viðmiðunarreglum um skammtímaleyfi í skólum Norðurþings.
Fjölskylduráð felur sviðstjóra velferðarsviðs að fá umsögn skjólastjórnenda á reglum um skammtímaleyfi í skólum Norðurþings.
7.Félagsstarf aldraðra
Málsnúmer 202601054Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar tillaga að útfærslu á lögbundnu félagsstarfi eldri borgara í Kelduhverfi, Öxarfirði og Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir leið nr.1 að félagsstarf fari fram einu sinni í viku á hvorum stað fyrir sig og að auglýst verði eftir starfsmanni til að halda utan um starfið.
Lagt er upp með að félags- og tómstundastarf verði skipulagt á öðrum dögum en starf félags eldri borgara á svæðinu. Félagsmálastjóra er falið að kynna málið fyrir öldungaráði Norðurþings.
Lagt er upp með að félags- og tómstundastarf verði skipulagt á öðrum dögum en starf félags eldri borgara á svæðinu. Félagsmálastjóra er falið að kynna málið fyrir öldungaráði Norðurþings.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 2-5.
Birna Björnsdóttir, fulltrúi foreldra Grunnskóla Raufarhafnar, sat fundinn undir lið 5.
Lára Björg Friðriksdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir lið 7.