Fara í efni

Fjölskylduráð

234. fundur 27. janúar 2026 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Alexander Gunnar Jónasson varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Stefán Jón Sigurgeirsson verkefnastjóri á velferðarsviði
  • Ólöf Rún Pétursdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri
  • Eyrún Torfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Eyrún Torfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Ólöf Rún Pétursdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundin undir lið 1.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 2-5.
Birna Björnsdóttir, fulltrúi foreldra Grunnskóla Raufarhafnar, sat fundinn undir lið 5.
Lára Björg Friðriksdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir lið 7.

1.17.júní hátíðarhöld 2026

Málsnúmer 202601016Vakta málsnúmer

Til umræðu eru 17. júní hátíðarhöld í Norðurþingi árið 2026
Fjölskylduráð felur fjölmenningarfulltrúa að skipuleggja 17.júní hátíðarhöld með hefðbundnu sniði.

2.Rekstur málasviðs 006 Æskulýðs- og íþróttamál árið 2026

Málsnúmer 202512064Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á velferðarsviði fer yfir þá vinnu sem unnin hefur verið vegna reksturs á málasviðinu á árinu 2026.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um breytingar á rekstri málasviðsins á árinu 2026.

3.Afreks- og viðurkenningarsjóður 2025

Málsnúmer 202601023Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er fyrirhuguð úthlutun úr Afreks- og viðurkenningarsjóði vegna ársins 2025.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra velferðarsviðs að fullvinna drögin og leggja þau fyrir á næsta fundi ráðsins.

4.Frístundastarf í Öxarfirði

Málsnúmer 202505026Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja fyrir til yfirferðar og kynningar niðurstöður könnunar á meðal foreldra barna í Öxarfjarðarskóla varðandi mögulega nýtingu Sumarfrístundar í Öxarfirði.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra velferðarsviðs að halda áfram vinnu við mögulega starfsemi sumarfrístundar í Öxarfirði.

5.Grunnskóli Raufarhafnar - starfsemi

Málsnúmer 202510082Vakta málsnúmer

Fjöskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grunnskólans á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð felur sviðstjóra velferðarsviðs að kanna viðhorf foreldra barna á Raufarhöfn til skólastarfs fyrir veturinn 2026-2027. Einnig er sviðstjóra falið að afla upplýsinga um fjölda nemenda og aldur þeirra. Ráðið mun halda áfram umfjöllun á næstu fundum ráðsins.

6.Viðmiðunarreglur um skammtímaleyfi í skólum Norðurþings

Málsnúmer 202601062Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun á viðmiðunarreglum um skammtímaleyfi í skólum Norðurþings.
Fjölskylduráð felur sviðstjóra velferðarsviðs að fá umsögn skjólastjórnenda á reglum um skammtímaleyfi í skólum Norðurþings.

7.Félagsstarf aldraðra

Málsnúmer 202601054Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar tillaga að útfærslu á lögbundnu félagsstarfi eldri borgara í Kelduhverfi, Öxarfirði og Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir leið nr.1 að félagsstarf fari fram einu sinni í viku á hvorum stað fyrir sig og að auglýst verði eftir starfsmanni til að halda utan um starfið.
Lagt er upp með að félags- og tómstundastarf verði skipulagt á öðrum dögum en starf félags eldri borgara á svæðinu. Félagsmálastjóra er falið að kynna málið fyrir öldungaráði Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 10:30.