Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

170. fundur 24. október 2017 kl. 16:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Sjóböð ehf

Málsnúmer 201702064Vakta málsnúmer

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf fer fram á að koma manni að í sjórn Sjóbaða ehf og að haldinn verði hluthafafundur hjá félaginu við fyrsta tækifæri til þess að hægt verði að ganga frá því.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að skipa Jónas Hreiðar Einarsson sem stjórnarmann í Sjóböðum ehf í stað Snæbjörns Sigurðarsonar.

2.Gjaldskrá OH 2017

Málsnúmer 201703065Vakta málsnúmer

Taka þarf afstöðu til þess hvort þörf sé á að hækkka gjaldskrá OH fyrir árið 2018.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 var ákveðið að hækka ekki gjaldskrá OH.
Stjórn OH samþykkir hækkun gjaldskrár um 1,9% fyrir rekstrarárið 2018 til samræmis við hækkun verðlags.
Hækkunin tekur gildi eftir lögboðið samþykktarferli.

3.Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2018 - Orkuveita Húsavíkur

Málsnúmer 201710134Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun OH 2018.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsramma fyrir rekstrarárið 2018.

Fundi slitið - kl. 17:30.