Orkuveita Húsavíkur ohf

176. fundur 13. apríl 2018 kl. 10:30 - 11:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
AÐALFUNDUR ORKUVEITU HÚSAVÍKUR

Drífa Valdimarsdóttir, staðgengill sveitarstjóra fór með umboð hluthafa á fundinum.
Ragnar Jóhann Jónsson, endurskoðandi sat fundinn sem fulltrúi Deloitte, endurskoðanda Orkuveitu Húsavíkur

1.Aðalfundur OH 2018 - Skýrsla stjórnar

201804064

Skýrsla stjórnar Orkuveitu Húsavíkur.
Hluthöfum skýrt frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.
Fundarstjóri kannaði lömæti fundarins.
Drífa Valdimarsdóttir, staðgengill sveitarstjóra, fer með umboð hluthafa á fundinum.
Sigurgeir Höskuldsson, stjórnarformaður Orkuveitu Húsavíkur fór yfir rekstur félagsins á starfsárinu 2017.

2.Aðalfundur OH 2018 - Ársreikningur 2017

201804063

Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir starfsárið 2017 lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda félagsins til samþykktar.
Endurskoðandi Orkuveitu Húsavíkur fór yfir ársreikning félagsins vegna starfsársins 2017.
Ársreikningurinn er samþykktur af hluthafa og undirritaður af stjórn og framkvæmdastjóra félagsins.

3.Aðalfundur OH 2018 - Ráðstöfun hagnaðar

201804065

Taka skal ákvörðun um hvernig fara skulu með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
Tillaga stjórnar OH um ráðstöfun hagnaðar er að engar arðgreiðslur verði greiddar út vegna rekstrarársins 2017.
Tillagan var samþykkt og verður hagnaður ársins færður til hækkunar á eigin fé félagsins.

4.Aðalfundur OH 2018 - Kjör stjórnar

201804066

Kjör stjórnar fyrir næsta starfsár félagsins.
Tillaga hluthafa er að stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. sitji óbreytt.
Tillagan er samþykkt.

Aðalmenn:
Sigurgeir Höskuldsson
Jónas Hreiðar Einarsson
Guðmundur Halldór Halldórsson

Varamenn:
Soffía Helgadóttir
Jón Helgi Björnsson
Óli Halldórsson

5.Aðalfundur OH 2018 - Kjör endurskoðanda

201804067

Kjör endurskoðanda fyrir næsta starfsár félagsins.
Tillaga liggur fyrir um að Deloitte verði áfram endurskoðendur félagsins.
Tillagan er samþykkt.

6.Aðalfundur OH 2018 - Laun stjórnar

201804068

Ákvörðun skal tekin um laun stjórnarmanna fyrir störf þeirra.
Tillaga liggur fyrir um að greiðslur til stjórnarmanna verði til samræmis við greiðslur fyrir nefndarsetu hjá Norðurþingi.
Tillagan er samþykkt.

7.Aðalfundur OH 2018 - Önnur mál

201804069

Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Engin mál borin upp undir þessum fundarlið.

Fundi slitið - kl. 11:15.