Orkuveita Húsavíkur ohf

199. fundur 11. nóvember 2019 kl. 10:00 - 11:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur 2020

201910171

Ákvörðun gjaldskrár Orkuveitu Húsavíkur ohf fyrir árið 2020.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá OH fyrir rekstrarárið 2020.
Almenn hækkun á gjaldskrá tekur mið af gildandi Lífskjarasamningum.

2.Fjárhagasáætlun OH 2020

201910088

Lokaumræða fjárhagsáætlunar Orkuveitu Húsavíkur ohf, fyrir fjárhagsárið 2020.
Stjórn OH samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2020.
Fjárhagsáætlun verður tekin upp til endurskoðunar um mitt ár 2020.

3.Framkvæmdaáætlun OH 2020

201910089

Lokaumræða framkvæmda-, viðhalds- og fjárfestingaáætlunar Orkuveitu Húsavíkur ohf, fyrir fjárhagsárið 2020.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun fyrir rekstrarárið 2020 að heildarupphæð 150 m.kr.

Helstu framkvæmdir:
1. Reykjaheiðarvegur, útskipti veitulagna (háð ákv. Norðurþings)
2. Veitulagnir frá Bakka um Höfðagöng
3. Endurnýjun stofnlagnar í Reykjahverfi
4. Aðskilnaður yfirborðsvatns úr fráveitukerfi

4.Kauptilboð í CAT ljósavél OH

201911051

Fiskeldið Haukamýri hefur gert tilboð í ljósavél OH sem staðið hefur ónotuð í Víðimóum um nokkurt skeið.
Taka þarf afstöðu til tilboðsins og hvort vélin skuli seld.
Framkvæmdastjóra falið að gera fiskeldinu gagntilboð m.v. eðlilegt endursöluverð slíkra véla.

Fundi slitið - kl. 11:45.