Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

223. fundur 16. september 2021 kl. 13:00 - 14:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jónas Hreiðar Einarsson staðgengill framkvæmdastjóra
Dagskrá
Jónas Hreiðar Einarsson staðgenginn framkvæmdarstjóra sat fundinn og ritaði fundargerð.

1.Viðauki við þjónustusamning Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202109067Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur til kynningar viðauki við þjónustusamning sem snýr að mannahaldi og fjármálum.
Viðaukasamningur er samþykktur af meirihluta stjórnar. Bergur Elías er á móti.

Bergur Elías óskar eftir að gera grein fyrir atkvæði sínu
Mun ekki greiða atkvæði með þessum viðauka og undirstrika mikilvægi þess að stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. vinni eftir samþykktum félagsins og stafsreglum stjórnar. Tel rétt að Orkuveitan segi upp samningi við Norðurþing sem ræddur var á síðasta stjórnarfundi félagsins.

2.Rekstraryfirlit fyrir árið 2021

Málsnúmer 202109071Vakta málsnúmer

Til kynningar liggur rekstraryfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2021.
Lagt fram til kynningar

3.Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022

Málsnúmer 202109070Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur að hefja vinnu við framkvæmdaáætlun 2022.
Stjórn óskar eftir að lagður verði fram listi yfir fyrirliggjandi framkvæmdir og viðhald. Stjórn mun í framhaldi fara yfir hvað verður farið í á árinu 2022.

4.Yfirlit yfir framkvæmdir ársins 2021

Málsnúmer 202109069Vakta málsnúmer

Til kynningar liggur yfirlit yfir framkvæmdir sem af er árið 2021.
Lagt fram til kynningar

5.Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202109072Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur frumdrög að fjárhagsáætlun 2022 ásamt tillögu að vinnuferli við áætlunina.
Lagt fram til kynningar.

6.Athugasemdir við útboðsgögn og opnun tilboða

Málsnúmer 202107052Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur bréf frá Verkís vegan útboðsgagna og opnun tilboða í tengslum við veitulagnir á Bakka.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur biðst velvirðingar á þeim mistökum sem voru gerð við auglýsingu og opnun tilboða og að erindi verði sent sem og bréf Verkís. Ferlar verða yfirfarðir og bættir þar sem það á við.

Fundi slitið - kl. 14:20.