Orkuveita Húsavíkur ohf

228. fundur 18. febrúar 2022 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá
Bergur Elías Ágústsson sat fundinn í fjarfundi.

1.Umræða um mögulega raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum á Húsavík

202110113

Taka þarf afstöðu um framhald viðræðna um raforkuframleiðslu að Hrísmóar á Húsavík.
Frá áramótum 2018-2019 hefur Orkuveita Húsavíkur unnið að endur vakningu á raforkuframleiðslu í orkuveri að Hrísmóum. Verulegir fjármunir hafa farið í undirbúning og viðræður um hvernig mögulegt sé að standa sem best að þessu verkefni. Á grundvelli samkeppnislýsingar frá febrúar 2019 átti OH í viðræðum við mögulegan samstarfsaðila (svokallaður þingorku hópur) um verkefnið á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. Viðræður þessar hafa nú legið niðri í um eitt og hálft ár vegna ástæðna sem varðað hafa fyrirhugaðan samstarfsaðila. Nú þremur árum eftir að verkefni þetta hófst er ekki komin niðurstaða sem réttlætir að mati stjórnar OH þá áhættu og fjárfestingu sem til þarf til að ráðast í verkefnið. Því hefur stjórn OH ákveðið að þessu verkefni verði hætt að svo stöddu og að Orkuveita Húsavíkur einbeiti sér fyrst og fremst að kjarnastarfsemi OH, það er rekstri vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu í náinni framtíð.

2.Umboð vegna aðalfunda aðildafélaga

202202085

Fyrir liggur að veita stjórnarformanni og rekstrarstjóra að fara með umboð OH á aðalfundum í félögum sem OH á hlutdeild í.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkti að veita stjórnarformanni og rekstrarstjóra að fara með umboð á aðalfundum félaga sem OH á aðild að.

Fundi slitið - kl. 14:30.