Orkuveita Húsavíkur ohf

235. fundur 19. ágúst 2022 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Skipun stjórnar Orkuveitu Húsavíkur 2022

202208055

Kosning stjórnarformanns og vara-stjórnarformanns í stjórn Orkuveitu Húsavíkur.
Borin var upp tillaga um Sigurgeir Höskuldsson sem stjórnarformann.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Borin var upp tillaga um Valdimar Halldórsson sem varaformann.

Tillaga samþykkt samhljóða.

2.Orkuver Orkuveitu Húsavíkur að Hrísmóum

202208056

Þingorka óskar eftir að kynna tillögur og eiga fund með Norðurþing og OH um fyrirliggjandi hönnun, framkvæmda- og rekstraráætlun fyrir framleiðslu á 2MW í orkustöð.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur rekstrarstjóra að taka saman gögn um málið fyrir nýja stjórn OH.

3.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

202208057

Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur fer yfir stöðu mála.
Rekstrarstjóri fór yfir helstu núverandi verkefni OH og þau verkefni sem eru fram undan.

Fundi slitið - kl. 17:00.