Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

256. fundur 19. júní 2024 kl. 13:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Ósk um að Orkuveitan verði bakhjarl Völsungs

Málsnúmer 202405045Vakta málsnúmer

Meirihluti stjórnar samþykkir að Orkuveita Húsavíkur ohf. verði bakhjarl íþróttafélagsins Völsungs til næstu þriggja ára og leggur til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun upp á 1,5 milljónir króna.

Valdimar Halldórsson greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:
Undirritaður telur óeðlilegt að Orkuveitan styrki eitt tiltekið samfélagsverkefni utan fjárhagsáætlunar Orkuveitu Húsavíkur og framhjá Samfélagssjóði félagsins. Samfélagssjóður Orkuveitunnar var stofnaður í samfélagslegum tilgangi og er með til úthlutunar 2,5 milljónir króna árlega. Völsungur ættu með réttu að sækja um í þann sjóð fyrir tiltekin verkefni sem samrýmast úthlutunarreglum sjóðsins. Með því að styrkja eitt samfélagsverkefni af fjárlögum félagsins er komið fordæmi sem eykur líkur á að aðrar umsóknir muni berast Orkuveitunni um langtíma bakhjarlastyrki sem þýðir að þá þarf mögulega aftur að gera viðauka við fjárhagsáætlun.

Sigurgeir Höskuldsson og Eysteinn Heiðar Kristjánsson óska bókað:
Æskulýðsstarf er mikilvægt í öllum sveitarfélögum. Flest ungmenni af starfsvæði OH stunda íþróttir á vegum Völsungs. Sú starfsemi ýtir undir heilbrigði og er liður í forvörnum ungmenna á svæðinu. Það ætti því að vera með stolti að OH geti styrkt þessa starfsemi.

2.Rekstraryfirlit Orkuveitu Húsavíkur ohf. 1.ársfjórðungur.

Málsnúmer 202406056Vakta málsnúmer

Yfirferð rekstraryfirlits fyrsta ársfjórðungs 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar góða yfirferð rekstrarstjóra.

4.Kynning á grænum iðngörðum á Bakka

Málsnúmer 202406057Vakta málsnúmer

Karen Mist verkefnastjóri gænna iðngarða á Bakka við Húsavík, kynnir uppbyggingu svæðisins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar Karen fyrir góða kynningu á Grænum iðngörðum á Bakka.

Fundi slitið - kl. 15:40.