Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

103. fundur 17. apríl 2013 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson varamaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lýsing á deiliskipulagi áningar- og þjónustusvæðis við Dettifoss

Málsnúmer 201303063Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags fyrir þjónustusvæði og áningarstað vestan Dettifoss. Skipulagslýsingin er unnin af Landmótun og dags. febrúar 2013. Deiliskipulagssvæðið er að mestu innan Skútustaðahrepps, en vatnsból, vatnsgeymir og dælubúnaður eru þó innan Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulagslýsingin verði samþykkt til kynningar af hálfu Norðurþings.

2.Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir Dettifoss - Norðuausturvegur (862)

Málsnúmer 201304020Vakta málsnúmer

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna gerðar Dettifossvegar (862) innan Norðurþings. Meðfylgjandi erindi eru greinargerð vegna framkvæmdarinnar og uppdrættir. Í greinargerð er einnig vísað til álita Skipulagsstofnunar frá 2006, 2008 og 2010 vegna framkvæmdarinnar. Deiliskipulag Dettifossvegar í Norðurþingi er nú til lokaafgreiðslu hjá Skipulagsstofnun. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030, Stjórnunar og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og þá tillögu að deiliskipulagi Dettifossvegar sem nú er í lokafrágangi. Skipulags- og byggingarnefnd telur einnig að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt. Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar frágangi deililskipulags er að fullu lokið.

3.Deiliskipulag fyrir fiskeldið Rifósi

Málsnúmer 201211017Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umfjöllun um tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæðis Rifóss að Lóni í Kelduhverfi. Skipulagstillagan samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti. Tillagan er unnin af Landslagi ehf. Skipulags- og byggingarnefnd telur að komið hafi verið til móts við þau sjónarmið sem fram komu við skipulagslýsingu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

4.Hafliði Jósteinsson sækir um leyfi til að einangra og klæða utan íbúðarhúsið að Garðarsbraut 53

Málsnúmer 201302066Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi fyrir ýmisskonar breytingum á íbúðarhúsinu að Garðarsbraut 53, þ.m.t. nýrri utanhússklæðningu, einangrun, gluggabreytingum ofl. Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa.

5.Orkuveita Húsavíkur ohf. sækir um leyfi til að setja upp skilti við Reykjaheiðarveg vegna vatnsbóls

Málsnúmer 201304047Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að setja niður tvö skilti við Reykjaheiðarveg til að minna á vatnsverndarsvæði vatnsbóla Húsavíkur. Fyrir liggur hugmynd að útliti skilta og staðsetningu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir niðursetningu skiltanna.

6.Axel Yngvason sækir um stöðuleyfi við Lund fyrir gistieiningar sem flytja á frá Skúlagarði

Málsnúmer 201304056Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gistieiningar við Lund. Meðfylgjandi umsókn eru ljósmyndir af gistieiningunum og tillaga að afstöðu þeirra til annara húsa. Stærð gistieininganna er 75 m². Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leyti á stöðuleyfi fyrir gistieiningunum til loka ágúst 2013, með fyrirvara um samþykki landeiganda.

Fundi slitið - kl. 13:00.