Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

34. fundur 04. júní 2019 kl. 14:00 - 15:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
 • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
 • Bjarni Páll Vilhjálmsson varamaður
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
 • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir lið 2.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfissjóri sat fundinn undir liðum 5-6.

1.Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201810048Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri leggur fram tillögu að tilfærslu fjármuna og breytingu á verkefnum á framkvæmdaáætlun 2019
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða breytingu á framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs 2019.

2.Félagar í Miðjunni hæfingu óska eftir aðstöðu í Kvíabekk til að starfrækja kaffihús sumarið 2019

Málsnúmer 201905121Vakta málsnúmer

Til þess að hægt verði að nýta húsið í sumar að því marki sem kallað er eftir í erindi Miðjunnar, þarf að ráðast í nauðsynlegan frágang á þeim rýmum sem um ræðir.
Umsjónamaður eignasjóðs gerir grein fyrir málinu og þeim kostnaði sem fylgir framkvæmdum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að ljúka framkvæmdum við snyrtingu í Kvíabekk og afnot Miðjunnar af húsinu sumarið 2019.

3.Hestamannafélagið Hrímfaxi - Ósk um afnot af vegi/slóða sem reiðvegi

Málsnúmer 201905145Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Hrímfaxa, hestamannafélagi á Raufarhöfn, varðandi afmörkun reiðvegar norður frá Klifahúsi á Raufarhöfn. Erindinu fylgir afstöðumynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

4.Ósk um leyfi fyrir skilti á horni Laugabrekku og Héðinsbr.

Málsnúmer 201905150Vakta málsnúmer

GeoSea óskar eftir leyfi til að setja niður skilti á horni Laugarbrekku og Héðinsbrautar. Skiltið yrði 120 cm hátt og 150 cm langt.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir skiltið fyrir sitt leiti en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hafa samráð við Vegagerðina um nánari útfærslu þess.

5.Flokkun sorps á austursvæði Norðurþings.

Málsnúmer 201901042Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningum vegna urðunar og sorphirðu á austursvæði Norðurþings. Nýr samningur um sorphirðu á Raufarhöfn, Kópaskeri, Öxarfirði og í Kelduhverfi felur í sér aukna flokkun sorps á svæðinu og aukna þjónustu við íbúa frá því sem verið hefur.
Lagt fram til kynningar.

6.Vegagerð við Beinabakka

Málsnúmer 201905154Vakta málsnúmer

Lagt er til að því efni sem féll til við gatnagerð á Höfða og safnað hefur verið til undirbyggingar vegtengingar milli Höfða og Norðurgarðs undir Beinabakka, verði ýtt upp í göngustíg milli sömu svæða. Fyrir liggur tilboð frá Höfðavélum í að ýta út efninu til samræmis við fyrirliggjandi veghönnun.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdina á grunni fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar.

Fundi slitið - kl. 15:25.