Skipulags- og framkvæmdaráð

34. fundur 04. júní 2019 kl. 14:00 - 15:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Bjarni Páll Vilhjálmsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir lið 2.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfissjóri sat fundinn undir liðum 5-6.

1.Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2019

201810048

Hafnarstjóri leggur fram tillögu að tilfærslu fjármuna og breytingu á verkefnum á framkvæmdaáætlun 2019
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða breytingu á framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs 2019.

2.Félagar í Miðjunni hæfingu óska eftir aðstöðu í Kvíabekk til að starfrækja kaffihús sumarið 2019

201905121

Til þess að hægt verði að nýta húsið í sumar að því marki sem kallað er eftir í erindi Miðjunnar, þarf að ráðast í nauðsynlegan frágang á þeim rýmum sem um ræðir.
Umsjónamaður eignasjóðs gerir grein fyrir málinu og þeim kostnaði sem fylgir framkvæmdum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að ljúka framkvæmdum við snyrtingu í Kvíabekk og afnot Miðjunnar af húsinu sumarið 2019.

3.Hestamannafélagið Hrímfaxi - Ósk um afnot af vegi/slóða sem reiðvegi

201905145

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Hrímfaxa, hestamannafélagi á Raufarhöfn, varðandi afmörkun reiðvegar norður frá Klifahúsi á Raufarhöfn. Erindinu fylgir afstöðumynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

4.Ósk um leyfi fyrir skilti á horni Laugabrekku og Héðinsbr.

201905150

GeoSea óskar eftir leyfi til að setja niður skilti á horni Laugarbrekku og Héðinsbrautar. Skiltið yrði 120 cm hátt og 150 cm langt.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir skiltið fyrir sitt leiti en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hafa samráð við Vegagerðina um nánari útfærslu þess.

5.Flokkun sorps á austursvæði Norðurþings.

201901042

Fyrir liggja drög að samningum vegna urðunar og sorphirðu á austursvæði Norðurþings. Nýr samningur um sorphirðu á Raufarhöfn, Kópaskeri, Öxarfirði og í Kelduhverfi felur í sér aukna flokkun sorps á svæðinu og aukna þjónustu við íbúa frá því sem verið hefur.
Lagt fram til kynningar.

6.Vegagerð við Beinabakka

201905154

Lagt er til að því efni sem féll til við gatnagerð á Höfða og safnað hefur verið til undirbyggingar vegtengingar milli Höfða og Norðurgarðs undir Beinabakka, verði ýtt upp í göngustíg milli sömu svæða. Fyrir liggur tilboð frá Höfðavélum í að ýta út efninu til samræmis við fyrirliggjandi veghönnun.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdina á grunni fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar.

Fundi slitið - kl. 15:25.