Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

124. fundur 12. apríl 2022 kl. 13:00 - 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Heiðar Hrafn Halldórsson varamaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Ósk um umsögn um veitingarleyfi vegna Hlöðufells

Málsnúmer 202204016Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um veitingarleyfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

2.Húsavíkurstofa óskar eftir stöðuleyfi fyrir biðskýli við Norðurgarð

Málsnúmer 202204038Vakta málsnúmer

Húsavíkurstofa óskar eftir stöðuleyfi fyrir biðskýli við Norðurgarð.
Tímabilið sem óskað er eftir er maí 2022 til maí 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir Eurovision biðskýli á Norðurgarði undir Beinabakka.

3.Veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202204023Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um gjald og breytt fyrirkomulag á silungsveiði í sjó fyrir landi Húsavíkur árið 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirkomulagi verði breytt varðandi veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur árið 2022.
Breyting á fyrirkomulagi er eftirfarandi:
-Umsækjendur þurfa að hafa lögheimili innan Norðurþings til þess að geta sótt um veiðileyfi.
-Umsækjendur hafa 5 virka daga til þess að sækja veiðileyfi eftir að því hefur verið úthlutað.

Gjaldið fyrir hvert veiðileyfi árið 2022, er óbreytt, 12.000,-

4.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 202203136Vakta málsnúmer

Á 116. fundi fjölskylduráðs 11. apríl 2022 var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að kortleggja aðgengi að þjónustubyggingum og þjónustusvæðum Norðurþings. Einnig að kynna verkefnið fyrir verslunareigendum á svæðinu og möguleika þeirra til að taka þátt í verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa verkefnið og að kortleggja aðgengi að þjónustubyggingum og -svæðum Norðurþings.

5.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði er lagt fram minnisblað sveitarstjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og fjölmenningarfulltrúa. Í blaðinu er reifuð hugmynd að viðamiklum breytingum á nýtingu Safnahússins á Húsavík, þar sem gengið er út frá því að starfsemi þess húss yrði stokkuð upp en starfsemi Norðurþings fléttuð inn í núverandi safnarými sjóminjasafns og byggðasafns. Hugmyndin er til umræðu og aðeins lögð fram sem mögulegur annar valkostur en að byggja alfarið nýtt húsnæði fyrir Frístund og félagsmiðstöð í námunda við Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til kynningar í byggðarráði.

Fundi slitið - kl. 14:00.