Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

13. fundur 18. apríl 2012 kl. 16:00 - 19:00 á stjórnsýsluskrifstofu, Raufarhöfn
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Agnieszka Szczodrowska 3. varamaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning frá Ungmennafélaginu Austra á starfsemi félagsins

Málsnúmer 201204040Vakta málsnúmer

Jóhann Skagfjörð og Olga Friðriksdóttir mættu á fundinn og kynntu starfsemi Ungmennafélagsins Austra á Raufarhöfn. Frjálsar og knattspyrna megin þáttur í starfseminni. Stefnd er á fjölbreyttara starf. Hugmynd er að frekara samstarfi við nágrannafélögin er tengjast æfingum á Raufarhöfn. Austradagur er fyrirhugaður á hverju ári, þá taka félagar sig til og sinna viðhaldi og hreinsun á íþróttasvæði og víðar. Austri hefur einnig fjárfest í líkamsræktartækjum og komið fyrir í íþróttamiðstöðinni. Austri kemur einnig að uppbyggingu á sparkvelli á Raufarhöfn í samstarfi við KSÍ og sveitarfélagið Norðurþing. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir ágæta kynningu.

2.HSÞ sækir um mótshald fyrir Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri

Málsnúmer 201203087Vakta málsnúmer


Tómstunda- og æskulýðsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að hafa frekara samstarf við HSÞ.

3.Ungmennafélagið Leifur heppni, umsókn um styrk

Málsnúmer 201003086Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir styrk upp á 150.000 krónur. Nefndin felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að gera samstarfssamning við Ungmennafélagið Leif heppna um áframhaldandi styrkveitingar.

4.Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir f.h. félags um Jökulsárhlaup, sækir um styrk

Málsnúmer 201203059Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir styrk upp á 100.000 krónur. Nefndin lýsir yfir ánægju með þennan flotta og fjölmenna viðburð.

5.Rafnar Orri Gunnarsson og Ingvar Björn Gunnlaugsson sækja um styrk vegna tækjakaupa og vefsíðugerðar.

Málsnúmer 201204041Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir styrk upp á 40.000 krónur.

6.Vinnuskóli Norðurþings

Málsnúmer 201005028Vakta málsnúmer




Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.
Laun vinnuskólakrakka hækka að meðaltali um 10% á milli ára.
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 11.júní til 17.ágúst.
Vinnuskólinn mun verða starfræktur fyrir hádegi allt tímabilið.
Flokkstjórar munu nýtast sem tómstundaleiðbeinendur eftir hádegið.

7.Frístundaheimili

Málsnúmer 201104111Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir hugmyndir að stofnun frístundaheimilis í Túni.Tómstunda- og æskulýðsnefnd tekur vel í hugmyndir í þá veru og felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna málið áfram og senda menningar- og fræðslunefnd erindi þess efnis.

8.Boð um þátttöku á Nordic Youth Meeting í Litháen 24.06-30.06 2012.

Málsnúmer 201204042Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna að framgangi málsins. Nefndin felur jafnframt tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að sækja um aukafjárveitingu til bæjarráðs þegar kostnaðartölur liggja fyrir.

9.Golfklúbbur Húsavíkur

Málsnúmer 201102054Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu samnings vegna Golfklúbbs Húsavíkur.

10.Íslandsmeistarar í Norðurþingi.

Málsnúmer 201204045Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd óskar nýkrýndum Íslandsmeisturum til hamingju með glæsilegan árangur.Auði Gauksdóttur Íslandsmeistara í hástökki stúlkna 15 áraAtla Barkarsyni Íslandsmeistara í hástökki drengja 11 áraJónu Rún Skarphéðinsdóttur, Lenu Kristínu Hermannsdóttur og Vilberg Linda Sigmundssyni, Íslandsmeisturum í 3.deild boccia.

11.Sumarstarf tómstunda- og æskulýðssviðs.

Málsnúmer 201204044Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir fyrirhugað sumarstarf í sveitarfélaginu er tengist málaflokki æskulýðs- og íþróttamála.Afleysingar í íþróttamannvirkjum.Fyrirhugað tómstundastarf í sumar.Kofasmíði.Starfsemi ungmennaráðs.Samstarf á milli þéttbýlisstaða í sveitarfélaginu.Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar auknum samskiptum ungmenna í sveitarfélaginu. Megi þau eflast og dafna.

Fundi slitið - kl. 19:00.