Fara í efni

Ungmennaráð Norðurþings

7. fundur 21. júní 2017 kl. 21:00 - 22:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristín Káradóttir aðalmaður
  • Fanný Traustadóttir aðalmaður
  • Bjartey Unnur Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Eva Matthildur Benediktsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Ungt fólk og lýðræði 2017

Málsnúmer 201702175Vakta málsnúmer

Bjartey Unnur Stefánsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sóttu ráðstefnuna fyrir hönd Norðurþings ásamt Guðrúnu Hildi Einarsdóttur starfsmanni Túns.
Ráðstefnan ungt fólk og lýðræði 2017 fór vel fram og þátttakendur Norðurþings voru ánægðir með dagana.
Mörg áhugaverð mál voru rædd og Ungmennaráð hvetur Norðurþing til að senda fulltrúa á ráðstefnuna árið 2018.

2.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 190. mál, frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).

Málsnúmer 201705124Vakta málsnúmer

Frestur er liðinn til að senda inn umsögn um málið en erindið barst á milli funda ungmennaráðs.
Skiptar skoðanir eru innan ráðsins um lækkun kosningaraldurs.
Gott væri að fá að heyra skoðanir ungs fólks og því væri gott að lækka kosningaraldur.
Hins vegar þyrfti að auka fræðslu hjá ungu fólki um stjórnmál til vitundarvakningar og að vekja áhuga þeirra.

3.Uppbygging á athafnasvæði barna og unglinga - Ungmennaráð

Málsnúmer 201702127Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Norðurþings hefur 2 milljónir til umráða til uppbyggingar athafnasvæða barna og unglinga.
Ungmennaráð leggur til að settur verði upp útihreystisvöllur við íþróttahöllina á Húsavík.
Á vellinum á meðal annars að vera klifurstigi (eins og í skólahreysti), dekk, upphífingastöng, pallar.

Ungmennaráð felur íþrótta og tómstundafulltrúa setja saman tillögu að braut og visa til framkvæmdanefndar.

4.Kynning á högum og líðan ungs fólks í Norðurþingi

Málsnúmer 201706060Vakta málsnúmer

Til kynningar er skýrsla um hagi og líðan ungs fólks í Norðurþingi
Ungmennaráði þykir skýrslan vel unnin og got framtak. Rannsókn eins og þessi ætti að vera kynnt fyrir nemendum á skólatíma enda mikilvægar upplýsingar í kynningunni.
Kynningar sem þessar ættu að vera um allt land, einnig í dreifðari byggðum landsins.

Fundi slitið - kl. 22:45.