Ungmennaráð Norðurþings

9. fundur 23. júní 2021 kl. 20:00 - 21:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Bergdís Björk Jóhannsdóttir formaður
  • Árdís Rún Þráinsdóttir varaformaður
  • Magnús Máni Sigurgeirsson aðalmaður
  • Ríkey Sigurgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Ungmennaráð Norðurþings 2021

202103138

Ungmennaráð kemur formlega saman til fundar. Þegar hafa tveir undirbúningsfundir hafa verið haldnir í fjarfundi.
Fyrir Ungmennaráði liggur að skipta með sér verkefnum og undirbúa starfsáætlun ráðsins.
Ungmennaráð kýs Bergdísi Björk sem formann ráðsins og Árdísi Rún sem varaformann.
Ritari ráðsins er Magnús Máni.
Ráðið hyggst funda 5 sinnum á fram að áramótum.
Fundir verða annan miðvikudag hvers mánaðar.

2.Ungt fólk og lýðræði 2021

202103180

Þann 15-17 september stendur UMFÍ fyrir viðburðinum Ungt fólk og lýðræði á Laugarvatni.
Norðurþingi gefst kostur á að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
Ungmennaráð stefnir að því að senda fulltrúa á ráðstefnuna.

3.Ungt fólk og SSNE 2021

202106103

Samtök sveitarfélaga á norð austurlandi (SSNE) standa fyrir viðburðinum Ungt fólk og SSNE. Fyrirhugað er að um 100 ungmenni og starfsmenn haldi ráðstefnu á Húsavík í október.
Ungmennaráð spennt fyrir viðburðinum!

4.Málefni ungmenna - ungmennahús

202106057

Málefni ungmennahúss í Norðurþingi hafa verið til umræðu undanfarin ár og síðast á fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 15.06.2021.
Ungmennaráð er beðið um álit á uppbyggingu á ungmennahúsi.
Ungmennaráð telur að setja þurfi varanlegt hús fyrir félagsmiðstöð sem ungmenni geti gert að sínu í forgang.
Hægt er að skoða samnýtingu á húsnæði fyrir ungmennahús ef gott húsnæði finnst.

Ungmennaráð mun skoða húsnæði á næstu mánuðum og skila af sér minnisblaði löngu fyrir áramót.

Fundi slitið - kl. 21:00.