Fara í efni

Ungmennaráð Norðurþings

5. fundur 06. desember 2016 kl. 12:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Fanný Traustadóttir aðalmaður
  • Bjartey Unnur Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Jón Alexander H. Artúrsson varamaður
  • Hjördís Dong Ingólfsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Bjartey Unnur Stefánsdóttir og Jón Alexander H. Artúrsson sátu fundinn í gegnum síma frá Lundi.
Selmdís Þráinsdóttir forstöðumaður Túns sat fundin einnig.

1.Ungmennaráð Norðurþings 2016

Málsnúmer 201609118Vakta málsnúmer

Ungmennaráð fjallaði um erindisbréf nefndarinnar og kaus í embætti fyrir nefndina.
Erindisbréf ungmennaráðs er tekið til umfjöllunar. Ráðið leggur til eftirfarandi erindisbréf og vísar til samþykktar í sveitarstjórn:

Erindisbréf ungmennaráðs Sveitarfélagsins Norðurþing. (með vísan til 2.mgr.11.gr. æskulýðslaga nr.70/2007).

1. Skipan.
Ungmennaráð er skipað 5 fulltrúum.
Sveitastjórn Norðurþings skipar í ungmennaráð í maí ár hvert að fengnum tilnefningum frá æskulýðs- og menningarnefnd.
Nemendafélög Grunnskólans á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóla tilnefna 1 fulltrúa og 1 til vara.
Nemendafélag Borgarhólsskóla á Húsavík tilnefna 1 fulltrúa í ráðið og 1 til vara.
Nemendafélag Framhaldsskólans á Húsavík tilnefnir 2 fulltrúa og 1 til vara.
Tilnefndur skal 1 fulltrúi ungmenna á vinnumarkaði og 1 til vara.
Varamenn eru boðaðir á alla fundi og mega sitja þá líkt og aðalmenn. Varamenn hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt að því undanskyldu að hann sitji í fjarveru aðalmanns.
Kjörgengir eru þeir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru á aldrinum 14 til 25 ára.
Skipunartími ráðsins er eitt ár í senn.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi er tengiliður sveitarfélagsins við ungmennaráð. Hann starfar með ráðinu og er því til aðstoðar ásamt forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar Túns.

2. Starfsfyrirkomulag.
Um fundi og fundarsköp ungmennaráðs gilda samþykktir sveitarfélagsins Norðurþings um stjórn sveitarfélagsins og fundarsköp.
Að afstöðnum tilnefningum í ungmennaráð boðar sveitarstjóri til fyrsta fundar ráðsins.
Ungmennaráð kýs sér formann, varaformann og ritara á fyrsta fundi sínum.
Laun aðalmanna fyrir ungmennaráðsfund eru 10.000 krónur fyrir hvern fund nefndarinnar.
Formaður boðar fund í samráði við Íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Fundargerðir skulu lagðar fram í æskulýðs- og menningarnefnd til samþykktar. Æskulýðs- og menningarnefnd vísar málum ungmennaráðs áfram til viðeigandi nefnda.
Stefnt skal að því að funda eigi sjaldnar en 4 sinnum á starfstímanum.
Ungmennaráð fundar með sveitarstjórn Norðurþings einu sinni á hverju starfsári, að jafnaði í janúarmánuði. Fundur með sveitarstjórn skal undirbúinn í samráði við sveitarstjóra.
Sveitarfélagið leggur til fundaraðstöðu.

3. Hlutverk.
Ungmennaráðinu er ætlað að vera umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna í Norðurþingi.
Koma til skila tillögum og skoðunum ungmenna til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins.
Að vera sveitarfélaginu til ráðgjafar um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu.
Að gera ákvarðanatöku í málefnum ungmenna sýnilegri og gegnsærri.
Auka tengsl fulltrúa ungmenna og yfirvalda sveitarfélagsins.
Að gæta hagsmuna ungs fólks.
Að þjálfa ungmenni sveitarfélagsins í lýðræðislegum vinnubrögðum.



Ungmennaráð frestar kosningum í embætti ráðsins fram til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 13:00.