Fara í efni

Laus störf í félagsmiðstöð á Húsavík

Félagsmiðstöðin Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki. Unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10-16 ára. Vinnutími getur verið breytilegur en fer að mestu leyti fram milli kl 17:00-22:00 tvo virka daga í viku. Óskað er eftir forstöðumanni æskulýðsmiðstöðvar og tveimur frístundaleiðbeinendum.

Starfslýsing frístundaleiðbeinanda:
Vinnur með börnum, unglingum eða ungmennum, í félagsmiðstöð á Húsavík. Starfar undir stjórn yfirmanns.

Starfslýsing forstöðumanns æskulýðsmiðstöðvar:
Forstöðumaður stýrir faglegu starfi, sér um rekstur og innkaup. Starfsmaður er með viðvarandi ábyrgð á verkstjórnun annarra starfsmanna.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Hafa hreint sakarvottorð
  • Hafa gott vald á íslensku
  • Hafa áhuga á að vinna með börnum
  • Geta unnið vel með öðrum
  • Vera lipur og jákvæður í mannlegum samskiptum
  • Hafa frumkvæði og geta verið sveigjanlegur í starfi
  • Reynsla af starfi með börnum/ungmönnum er æskileg

Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember 2023.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Eingöngu er tekið við umsóknum sem berast með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað á vef Norðurþings – Umsókn um starf | Norðurþing (nordurthing.is)

Frekari upplýsingar veitir Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464-6106 – hafrun@nordurthing.is