Fara í efni

Allir með! Æfing

Íþróttafélög á Norðurlandi eystra – HSÞ, ÍBA, UMSE og UÍF standa fyrir ALLIR MEÐ íþróttaæfingum í vetur.
Fyrsta æfingin verður í íþróttahöllinni á Húsavík 15. nóvember kl. 14:30–15:30.

Þar fá allir að prófa íþróttir á sínum forsendum.
Æfingarnar eru hugsaðar fyrir börn sem til dæmis þurfa meiri stuðning, hentar betur að vera í minni hópum og hafa aðgang að fleiri þjálfurum á æfingum.
Ekki þarf að skrá sig - bara mæta! 

Nánari upplýsingar má finna á www.allirmed.com