Fara í efni

Bætt aðgengi í samstarfi við Römpum upp Ísland

Í síðustu viku mættu aðilar frá Römpum upp Ísland til Húsavíkur. Í þessari lotu var bætt aðgengi fyrir hreyfihamlaða á þremur stöðum, tveimur við íþróttahöllina og við þjónustuver stjórnsýsluhússins.

Verkefnið Römpum upp Ísland hefur að markmiði að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á Íslandi með því að koma upp römpum eða tryggja aðgengi með öðrum hætti

Oftast þarf ekki annað en að leysa aðgengi upp eina tröppu eða yfir þröskuld með einföldum hætti. Það er gert með sameiginlega átaki þjónustuaðila, starfsfólks RUÍ, einkaaðila og yfirvalda og með því er stuðlað að bættu umhverfi og betra aðgengi á Íslandi.