Fara í efni

Bókavörður við bókasafnið á Húsavík - Tímabundið hlutastarf (25%)

Norðurþing óskar eftir að ráða bókavörð í tímabundið starf við bókasafnið á Húsavík. Bókasafnið á Húsavík er staðsett í Safnahúsinu á Húsavík og er opið alla virka daga frá kl. 10-17 og á laugardögum frá kl. 10-14. Auk útlána á bókum býður safnið upp á ýmis konar þjónustu og viðburði.

Starfshlutfall og launakjör
Norðurþing óskar að ráða bókavörð við bókasafnið á Húsavík í 25% starfshlutfall tímabundið til 1. ágúst. Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Óskað er eftir því að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, færni í öðru tungumáli kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Góð tölvufærni.
  • Skipulagshæfileikar og nákvæmni.
  • Færni til að vinna undir álagi.

Starfssvið og helstu verkefni

  • Afgreiðsla og þjónusta við notendur bókasafnsins.
  • Aðstoð við upplýsinga- og heimildaleit.
  • Umsjón með viðburðum.

Áhugasamir geta leitað frekari upplýsinga um starfið í síma 464 1829 eða með því að senda póst á netfangið bokhus@nordurthing.is

Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.

Smellið hér til að sækja um