Borgin Sumarfrístund
Í sumar verður boðið upp á dagþjónustu fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-18 ára með fjölþættar stuðningsþarfir. Opið verður frá skólalokum þriðjudaginn 10. júní og þar til skóli hefst á ný í haust. Opið verður alla virka daga frá 10 – 16. Sumarlokun Borgarinnar sumarfrístundar verður síðustu tvær vikurnar í júlí, frá mánudeginum 21. júlí og opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst.
Eins og síðustu sumur þá mun vera boðið uppá fjölbreytt skapandi starf og útiveru sem verður unnin í samvinnu við börnin - eftir óskum og áhugasviðum þeirra. Við nýtum það sem er í boði á Húsavík og nærumhverfi á sumrin, s.s. ýmis námskeið, vettvangsferðir, heimsóknir og fleira. Spennandi sumardagskrá er í vinnslu og allar hugmyndir vel þegnar.
Skráningu lýkur föstudaginn 2. maí 2025.
Frábært væri að heyra frá ykkur fyrir lok skráningadags hvort þið stefnið á að nýta ykkur þessa þjónustu í sumar eða þær vangaveltur sem þið hafið að svo stöddu.
Við hlökkum til að heyra frá ykkur,
Iris M. Waitz, iðjuþjálfi.
Forstöðumaður í Borginni frístund og skammtímadvöl.
Símanúmer 867-9045 og netfang irisw@nordurthing.is