Fara í efni

Breyting á ílátavali

Fyrir skemmstu var undirritaður samningur milli Norðurþings og Terra vegna úrgangsmála á Húsavík og í Reykjahverfi.
Samningurinn felur í sér söfnun úrgangs frá heimilum og stofnunum, rekstur grenndarstöðva og rekstur móttökustöðvar.

Á tímabilinu 1. október - 31. desember 2025 geta allir íbúðareigendur óskað eftir EINNI breytingu á ílátavali án þess að greiða sérstaklega fyrir slíka breytingu.

Mögulegar breytingar gætu t.d. verið: 
  - Fækka ílátum  - samnýta ílát
 - Fjölga ílátum - þar sem íbúar sjá fram á meiri losun á ákveðnum úrgangsflokkum
 - Stækka eða minnka ílát fyrir ákveðna úrgangsflokka

Athugið að breytingin á ílátavali gæti einnig haft í för með sér breytingu á gjaldtöku samkvæmt gjaldskrá. 
Frá og með 1. janúar 2026 verður innheimt breytingagjald samkvæmt gjaldskrá við hver ílátaskipti.

Fyrirspurnir og óskir um breytingar á ílátavali má senda á nordurthing@nordurthing.is