Fara í efni

Breyttur opnunartími í Miðjunni frá 1. september

Frá og með 1. september 2022 verður Miðjan-hæfing  opin frá 10:00-16:00.

Nýjar umsóknir um þjónustu í Miðjan -hæfing berist til Guðrúnar Margrétar Einarsdóttur forstöðumanns,  á gunnamagga@nordurthing.is.

Miðjan er hæfing og dagþjónusta sem hefur það að markmiði að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklings og viðhalda og auka þá færni sem einstaklingurinn hefur náð. Jafnframt að veita vellíðan og öryggi og efla frumkvæði og koma til móts við sjálfsákvörðunarrétt. Í Miðjunni er unnið eftir hugmyndafræðinni þjónandi leiðsögn (gentle teaching). Notendur okkar eru einstaklingar með fjölbreyttar andlegar og líkamlegar skerðingar.

Í hæfingu og dagþjónustu er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun ásamt því að að starfa eftir áhugasviði og færni hvers og eins. Helstu verkefni eru skapandi starf, afþreying, matseld og ýmis önnur heimilisstörf ásamt hæfingu.