Umhverfisstofnun hefur nú lagt fram til kynningar tillögu að friðlýsingu háhitasvæðis Gjástykkis: 100 Gjástykki á grundvelli flokkunar svæðisins í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlun), sbr. ályktun Alþingis nr. 13/141, frá 14. janúar 2013.
Vegna vinnu við landskerfið í nótt frá ca kl. 23:00 og fram eftir nóttu verða varavélar keyrðar á Raufarhöfn og Þórshöfn. Notendur ættu ekki að verða fyrir truflun vegna þessa.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690
Vatnsrennibrautin í Sundlaug Húsavíkur verður opnuð fimmtudaginn 11.júlí kl. 16.00
Slegið verður upp sundlaugarpartí og nafn brautarinnar verður kynnt!
Nú er Míla að hefjast handa við lagningu ljósleiðara Mílu til heimila á Húsavík. Í þessum fyrsta hluta verkefnisins er áætlað að tengja ljósleiðara til 325 heimila. Fyrstu heimilin verða tengd strax í júlí en önnur heimili verða tengd á fjórða ársfjórðungi þessa árs.