Fræðslufundur fyrir foreldra/forráðamenn ungmenna í FSH og Borgarhólsskóla verður haldinn í Framhaldsskólanum á Húsavík þriðjudaginn 28. mars kl. 20.
Héðinn Svarfdal Björnsson, sérfræðingur hjá Embætti landlæknis flytur erindi um jákvæða heilsuhegðun.
Kári Erlingsson og Gunnar Knutsen, rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra fjalla um fíkniefni.
Veturinn hér norðanlands hefur verið snjóléttur með eindæmum og þarf sennilega að fara langt aftur í sögubækur til að finna annað eins. Varla er snjókorn í Skálamel þegar þessi orð voru skrifuð enn fyrir um ári síðan voru tugir fólks á öllum aldri að renna sér í brekkunni.