Orkugangan á laugardaginn kemur og enn er opið fyrir skráningu
Skíðasamband Íslands vill vekja athygli á Orkugöngunni sem er liður í Íslandsgöngunum á skíðum og mun fara fram á Reykjaheiði laugardaginn 9. apríl og verður ræst kl 11:00 í allar vegalengdir. Í Orkugöngunni verða gengnir 25 km en einnig veður í boði að ganga 10 km og 2,5 km fyrir 12 ára og yngri. Athygli er vakin á því að kl 9:45 fer rúta frá marksvæðinu á Reykjaheiði að rásmarki 10 km göngunnar og að rásmarki 25 km göngunnar á Þeistareykjum.
07.04.2016
Tilkynningar