Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík er ný tónleikaröð sem tónlistarkonan Lára Sóley Jóhannsdóttir stendur fyrir í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og verða
þrennir tónleikar á dagskrá í júlí og ágúst.
Loka verður sundlauginni á Raufarhöfn og sturtum íþróttahússins frá 15. júlí - 30.júlí. Unnið verður að viðhaldi á miðstöðvarkatli sem hitar bæði skólann og íþróttamiðstöðina.
Vegna framkvæmda verður lokað fyrir alla umferð á brú á Skjálfandafljóti á vegi nr. 85 (Norðausturvegi) frá kl. 15-01 á mánudögum og kl. 13-01 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 27. júní til 22. júlí.
Í síðustu viku stóð Norðurþing fyrir opnum kynningarfundi um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík. Á fundinum var kynnt skýrsla sem ráðgjafafyrirtækið Alta vann fyrir sveitarfélagið um forgangsröðun og áherslur við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík.
Sveitarfélagið Norðurþing boðar til kynningarfundar um forgangsröðun og áherslur við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík. Fundurinn verður haldinn í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík fimmtudaginn 16. júní kl 16:30.
EIMUR, samstarfsverkefni á sviði orku-, umhverfis- og ferðamála á Norðausturlandi var stofnað með undirritun samstarfsyfirlýsingar bakhjarla verkefnisins á stofnfundi í Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 9. júní.