Norðurþing óskar eftir tilboðum í fasteignina að Hafnarstétt 13 á Húsavík. Fasteignin, sem gjarnan er nefnd Flókahús, er tvílyft timburhús klætt að utan með bárujárni. Eignin er byggð árið 1958 og er 241,1 m2 að stærð á 127 m2 iðnaðar- og athafnalóð í hjarta miðhafnarinnar á Húsavík.