Fara í efni

Deiliskipulag íbúðarsvæði Í1, Norðurbrekkur í Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 28. september 2023 að kynna skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 40. og 41. greina skipulagslaga nr.123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði Í1, Norðurbrekkur á Húsavík. Markmið skipulagsins er að fjölga íbúðarhúsarlóðum innan sveitarfélagsins og er horft til þess að hafa íbúðir sem fjölbreytilegastar, þ.e. einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýlishús. Svæðið er nyrst í bænum á Húsavíkurhöfða og spannar Lyngbrekku og óbyggt svæði norðan Lyngbrekku. Áætlaður fjöldi íbúða eru 7 íbúðir við Lyngbrekku og allt að 50 íbúðir norðan við Lyngbrekku. Gatnakerfi, göngustígar og leiksvæði verða skilgreind í skipulaginu.

Skipulagslýsing þessi er nú til kynningar á Skipulagsgátt (skipulagsgatt.is), heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is) auk þess sem að hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagslýsingarinnar er frá 26. október 2023 til og með
23. nóvember 2023. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 23. nóvember 2023 í gegnum skipulagsgatt.is, í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is, eða skriflega til  skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík.

Hér má sjá skipulagslýsingu fyrir íbúðarsvæði Í1 í Norðurbrekku

Tillagan er í Skipulagsgátt þar sem opið er fyrir athugasemdir

Húsavík 19. október 2023
Skipulagsfulltrúi Norðurþings