Listamaður Norðurþings færir bókasöfnum listaverk
17.09.2025
Fréttir
Ingunn St. Svavarsdóttir, betur þekkt sem YST, er Listamaður Norðurþings 2025 en á dögunum gaf hún bókasöfnum sveitarfélagsins listaverk.
Verkin eru komin upp, gestum og gangandi til ánægju.
Í framhaldinu ætlar YST að vinna með mismunandi hópum samfélagsins og setja upp sýningar í tengslum við listaverkin.
Bókasafninu á Húsavík veitti YST verkið Ísl-Enskan, og er það tileinkað einstaklingum með íslensku sem annað mál:

YST gaf Bókasafninu á Raufarhöfn verkið Skáldið, og það tileinkar hún heimaskáldinu Jónasi Friðrik Guðnasyni sem féll frá í fyrra:
Á Kópaskeri má sjá verkið Móðurina en sýningin kemur til með að byggja á hugmyndum skólabarna um móðurina:

Hér má sjá listaverkið og mynd frá flutningi listaverksins
