Fara í efni

Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni

Hlutverk FEBHN er að vinna að hagsmunamálum og almennri velferð eldri borgara á félagssvæði sínu.

Félagið er opið öllum 60 ára og eldri- einnig mökum viðkomandi, eða brottfluttum af svæðinu.

Félagið hefur í nokkur ár verið í samstarfi við Norðurþing um félagsstarf fyrir 60 ára og eldri í Norðurþingi samkvæmt samningi þar að lútandi. Sveitafélagið leggur til starfsmann i 50% starfi og leigir húsnæði í Hlyn félagsheimili félagsins.

Opnunartími félagsstarfsins er alla virka daga frá 13:00 til 16:00 sumarlokun er frá 15 júní til 15 ágúst og eru allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Dagskráin er fjölbreytt og er auglýst á fésbókarsíðunni Félagsstarf 60+ á Húsavík og á síðu félagsins Félag eldri borgara á Húsavík og nágrennis.
Gefin er út dagskrá fyrir einn mánuð í senn auglýst í lok undanfarandi mánaðar.

Alla daga er opið í kaffi,handverk og pílukast.

Auk þess er dagskráin í nokkuð föstum skorðum:
-Mánudaga: Heilsubiti
-Þriðjudaga: Fræðsla- fyrirlestrar-bóklestur- Bingó
-Miðvikudaga: Handverk- breytilegt eftir mánuðum –Auglýst fyrir hvern mánuð fyrir sig. T.d. í október keramikmálun!
-Fimmtudaga: Betra kaffi- og æfingar hjá kór eldri borgara: Sólseturskórnum -
-Föstudaga: Félagsvist.

Á þriðjudögum og föstudögum er hægt að fá keyptan hádegismat- matseðillinn er birtur á síðu félagsstarfsins, skránig í mat fer fram á síðu félagsstarfsins eða í síma starfsmanns félagsstarfsins 6927717

Auk þess er boðið uppá hreyfingu-bæði undir leiðsögn íþróttakennara og sjúkarþjálfara.
Nánari upplýsingar hjá starfsmanni félagsstarfsins í Hlyn.
Opnir tímar í sundlauginni ( frítt fyrir eldriborgara) föstudaga milli kl 9 og 11.

Félagar í FEBHN fá afslátt á vörum og þjónustu hjá mörgum fyrirtækjum í bænum.
Félagið greiðir niður skemmtiferðir á vegum félagsins og hafa þær verið 2 á ári- ein dagsferð og ein tveggja til þriggja daga ferð.
Í undirbúningi er að bjóða uppá tölvuaðstoð fyrir félaga i FEBHN - þeim að kostnaðarlausu- utan félags menn þurfa að greiða fyrir þá þjónustu – þjónustan hefst væntanlega eftir miðjan október.
Heilsunudd verður í boði fyrir félaga í FEBHN frá miðjum október- hver tími kostar 8000.
Einnig eru haldin nokkur kráarkvöld á ári-þar sem félagar hittast- og skemmta sér við dans og söng.

Á aðventunni er farið á Jólahlaðborð- Þorrablót félagsins er alltaf mjög vinsælt.
Auk þessa er alltaf eitthvað í gangi, sem er auglýst á fésbókarsíðunni Félag eldri borgra á Húsavík og nágrenni sem er aðgengileg félagsmönnum.

Starfsmaður félagsstarfsins er: Guðrún Hildur Einarsdóttir
Netfang: gudrunhe@nordurthing.is
Sími: 6927717

Formaður FEBHN er Regína Sigurðardóttir
Netfang sigurdardottirregina@gmail.com 
Sími 8688279

Hægt er að skrá sig í félagið í Hlyn eða hjá gjaldkera félagsins Fanneyju Óskarsdóttur
Sími 8671161- netfang fanneyoskars@googlemail.com

Einkunnarorð félagsins eru: Vinátta Virðing-Velferð.