Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmanni í Vík íbúðakjarna
Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmanni í Vík íbúðakjarna.
Um er að ræða tímabundið starf vegna afleysinga til 3 mánaða, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Markmið starfsins :
- Góð umönnun, virðing og vinsemd.
- Fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan íbúa.
- Veita íbúum félagslegan stuðning og aðstoð við almenn störf svo sem þrif og matseld.
- Stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegrar þáttöku og almennrar virkni.
- Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.
Hæfniskröfur :
- Áhugi á að starfa með fötluðu fólki með umhyggju og virðingu að leiðarljósi.
- Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Allt nám sem nýtist í starfi er kostur og er metið til launa.
- Reynsla og menntun er kostur.
- Umsækjandi þarf að hafa náð 20.ára aldri.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Æskilegt er að umsækjandi hafi bílpróf.
Starfshlutfall er 80-100% og er unnið á blönduðum vöktum. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst – í síðasta lagi í byrjun júlí 2025.
Laun eru skv. kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar gefur Dóra Hrund Gunnarsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi – dorahrund@nordurthing.is
Starfsferilskrá og kynningarbréf skal fylgja umsókn.
Hér má finna umsóknareyðublað.
Öll kyn eru hvött til þess að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2025