Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmanni til að sinna frekari liðveislu/stoðþjónustu

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmanni til að sinna frekari liðveislu/stoðþjónustu.

Starfsmaður frekari liðveislu/stoðþjónustu sér um, í samstarfi við yfirþroskaþjálfa, að aðstoða fatlað fólk sem býr í sjálfstæðri búsetu á Húsavík. Aðstoðin felst í því að efla og styrkja fatlað fólk til sjálfshjálpar á eigin heimili eins og m.a við að skipuleggja heimilishald, aðstoð við innkaup, hvatningu við samfélagslega þátttöku, hreyfingu og fleira. Unnið er eftir þjónandi leiðsögn (gentle teaching).

Smellið á starfsauglýsingu hér til hliðar til að sjá markmið og hæfniskröfur starfsins.

Um er að ræða 50-100% stöðu á dagvinnutíma.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um starfið hjá Sunnu Mjöll Bjarnadóttur yfirþroskaþjálfa á netfangið
sunna@nordurthing.is
Umsóknir sendast til Hróðnýjar Lund, félagsmálastjóra, hrodny@nordurthing.is.
Starfsferilskrá og kynningarbréf þurfa að fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst