Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmönnum í Miðjuna hæfingu

Markmið þjónustunnar er að veita fötluðu fólki eldri en 18 ára dagþjónustu/hæfingu og þjálfun. Með hæfingu er átt við starfs- og félagsþjálfun í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi. Lögð er áhersla á þjálfun sem viðheldur og eykur starfsþrek, sjálfstæði í vinnubrögðum og félagslega færni. Starfsmenn veita einnig stuðning við fatlaðfólk sem hefur skerta starfsgetu vegna fötlunar með stuðningi á almennum vinnumarkaði og veita stuðning við að sinna starfinu.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi er mikill kostur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Hæfni til að vinna eftir skipulögðu faglegu starfi
  • Hæfni í samskiptum, frumkvæði og sköpunargleði nauðsynleg.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Um er að ræða 80 -100 % starf.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.


Umsóknir  skulu berast Hróðnýju Lund félagsmálastjóra á netfangið hrodny@nordurthing.is

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.


Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2023

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. 

Þroska- og Iðjuþjálfun er fagmenntun sem leitað hefur verið að innan Miðjunnar. Einstaklingar með slíka menntun og hafa áhuga á vinnu innan Miðjunar eru beðnir um að hafa samband við félagsmálstjóra.