Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmönnum í Miðjuna hæfingu

Miðjan er hæfing, dagþjónusta og geðræktarstöð sem hefur það að markmiði að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklings og viðhalda og auka færni einstaklingsins. 

Um er að ræða eina 80% stöðu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Markmið starfsins:
- Virðing og vinsemd við notendur
- Veita notendum félagslegan stuðning og aðstoð við almenna hæfingu í daglegu lífi í Miðjunni.
- Stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegrar þáttöku og almennrar virkni.
- Þáttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.

Hæfniskröfur:
- Áhugi á að starfa með fötluðu fólki með umhyggju og virðingu að leiðarljósi.
- Lögð áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi lipurð í mannlegum samskiptum.
- Reynsla og menntun er kostur.
- Unnið er eftir þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching)
- Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
- Íslenskukunnátta æskileg

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Margrét Einarsdóttir - gunnamagga@nordurthing.is

Starfsferilskrá og kynningarbréf þarf að fylgja umsókn. Umsóknir skulu berast á gunnamagga@nordurthing.is
Umsóknarfrestur er til 30. apríl