Felling aspa á skólalóð Borgarhólsskóla
08.05.2025
Tilkynningar
Vegna framkvæmda á skólalóð Borgarhólsskóla, þar sem hafin er bygging viðbyggingar fyrir Frístund, þarf því miður að fella fimm stórar aspir.
Ástæðan er sú að aspirnar eru í lagnaleið og ekki er mögulegt að hlífa trjánum þar sem mikið þarf að grafa á leiðinni og rótarkerfi trjánna verða þar í vegi.
Að framkvæmdum loknum verður plantað nýjum trjám og runnum í samræmi við hönnun lóðarinnar.