Fara í efni

Fjölskylduratleikur Norðurþings

Ratleikur Norðurþings var haldinn í fimmta sinn á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Settir voru upp skemmtilegir fjölskylduratleikir á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.

Yfir þrjátíu þátttakendur tóku þátt og skiluðu þeir svörum inn rafrænt.

Í dag var dregið úr pottinum og sigurvegarar ratleiksins í ár eru systkinin Arnar Þór Gunnarsson og Tinna Ásdísardóttir sem búa á Húsavík.

Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn. Í verðlaun fá þau gjafabréf í Pizza-kofann á Húsavík.

Takk fyrir að vera með, við hlökkum til að endurtaka leikinn að ári!