Fara í efni

Framkvæmd við nýjan leikvöll á Húsavík

Nú eru hafnar framkvæmdir við uppsetningu á  nýjum leikvelli í Breiðulág sem fær nafnið Hólaravöllur.
Á leikvellinum verða rólur, niðurgrafin trampolín, gormatæki, skip með tveimur rennibrautum ásamt klifurvegg og fleiri leikjum. Einnig verður ærslabelgur á leikvellinum. Lagður verður göngustígur að leikvelli ásamt hraðahindrun og upplýstri gangbraut yfir Langholt.

Jarðvinna verður í gangi núna næstu daga og ef allt gegnur vel mun uppsetning tækja, fjaðurlags og yfirborðsefnis geta hafist í næstu viku og tekur sú framkvæmd 2-3 vikur.
Hlökkum til að geta boðið ykkur á nýja leikvöllinn!