Fara í efni

Framlengdur umsóknarfrestur - Starfsmaður óskast á sambýlið Pálsgarð/Pálsreit

Markmið starfsins

  • Góð umönnun, virðing og vinsemd.
  • Fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan íbúa.
  • Veita íbúum félagslegan stuðning og aðstoð við almenn störf á heimilum íbúa svo sem þrif og matseld.
  • Veita íbúum stuðning til sjálfhjálpar, samfélagslegrar þátttöku og almennrar virkni.
  • Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa. 

Hæfniskröfur

  • Áhugi á að starfa með fötluðu fólki með umhyggju og virðingu að leiðarljósi.
  • Stundvísi, virðing og lipurð í samskiptum.
  • Reynsla og menntun er kostur.
  • Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.
  • Líkamleg geta til að sinna verkefnum á vinnustað. 

 

Nánari upplýsingar veitir Þóra Björg Sigurðardóttir auk þess sem hún tekur við umsóknum á netfangið thora@nordurthing.is - Starfsferilskrá og kynningarbréf þarf að fylgja.

Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember  2022.