Fara í efni

Frístund á Húsavík auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum

Frístund Borgarhólsskóla auglýsir eftir leiðbeinendum í 50% starf, vinnutími er frá kl 12:30-16 alla virka daga með möguleika á meiri vinnu ef óskað er.
Frístund er í boði fyrir börn í 1.-4.bekk þar sem hlutverkið er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf sem hentar öllum.

Hæfniskröfur:

  • Vera 18 ára eða eldri.
  • Hafa áhuga á að vinna með börnum.
  • Vera samstarfsfús, sveigjanlegur og sýna frumkvæði.
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
  • Hreint sakavottorð
  • Íslenskukunnátta kostur, en ekki nauðsyn.

Frekari upplýsingar veitir Andri Birgisson, deildarstjóri Frístundar í síma 869-1839.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Smellið hér til að sækja um.