Fara í efni

Fyrirlesturinn Tölum saman

Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 16:30 verður áhugaverður fyrirlestur í Hlyn, Garðarsbraut 44.

Fyrirlesturinn ber heitið Tölum saman og fyrirlesarar eru Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur.

Líney og Svavar Knútur ræða um vitundarvakningu varðandi félagslega einangrun og mikilvægi tengsla og samveru. Erindið er hluti af landsátaki sem unnið er á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og haldið á vegum Félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis í samstarfi við Félagsþjónustu Norðurþings, Borgarhólsskóla og Framhaldsskólann á Húsavík.

Verið öll velkomin!