Gjaldtaka á bílastæðum á Húsavík
10.06.2025
Tilkynningar
Nýverið hófst gjaldtaka af bílastæðum á afmörkuðum svæðum í miðbæ Húsavíkur og á hafnarsvæði.
Gjaldtakan er framkvæmd af PARKA og eru komin upp skilti við innkeyrslur á gjaldskyld svæði.
Akandi vegfarendum er bent er á frístæði ofar í bænum, við Íþróttahöll og við Borgarhólsskóla.